Tryggingarfélagið Allianz var stofnað í Berlín 5. febrúar 1890. Frá fyrsta degi hefur starfsemi félagsins verið samfelld sigurganga á tryggingamörkuðum í Þýskalandi og um allan heim. Allianz er ein stærsta tryggingasamsteypa veraldar með starfsemi í yfir 70 þjóðlöndum, 148 þúsund starfsmenn og um 85 milljónir viðskiptavina.
Hægt er að glöggva sig betur á sögu Allianz hér.
Allianz opnaði skrifstofu á Íslandi í desember 1994 og býður Íslendingum persónutryggingar, þ.e. líf- lífeyristryggingar og slysatryggingar í gegnum Allianz Lebensversicherung AG og Allianz Versicherung AG. Félögin eru skráð í vátryggingafélagaskrá Fjármálaeftirlitsins, sbr. 30. gr. laga nr. 56/2010, um vátryggingastarfsemi, og hafa heimild til að veita þjónustu hér á landi. Allianz starfar hérlendis á grundvelli starfsleyfis frá þýska fjármálaeftirlitinu, BaFin, og lítur eftirliti BaFin. Frá árinu 2002 hefur Allianz haft heimild fjármálaráðherra til að bjóða hérlendis upp á samninga um viðbótarlífeyrissparnað, í samræmi við ákvæði laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.