Hér er um valkvæða viðbót við Slysatryggingu Allianz að ræða, hægt er að sjá hvað er innifalið í slysatryggingu í tryggingaskírteini.
Réttur til 50% biðtímabóta er fyrir hendi þegar líkamleg eða andleg hæfni hins tryggða er:
- Skert um 100% vegna slyssins, eftir 3 mánuði talið frá slysadegi, án áhrifa sjúkdóma eða kvilla.
- Skerðingin hefur staðið óslitið innan þessara 3ja mánaða.
Réttur til þeirra 50% sem eftir eru eða fullra biðtímabóta verður til þegar líkamleg eða andleg hæfni hins tryggða er:
- Skert um meira en 50% eða 100%* vegna slyssins, eftir 6 mánuði talið frá slysadegi, án áhrifa sjúkdóma eða kvilla.
- Skerðing hefur staðið óslitið innan þessara 6 mánaða.
Kröfuna verður að leggja fram ásamt læknisvottorð í síðasta lagi 4 eða ef við á 7 mánuðum eftir að slysið varð. Það gildir óháð því hvort þú hafir áður tilkynnt okkur um slysið eða ekki.
Ef þú gætir ekki frestsins til að leggja kröfuna fram getur það leitt til þess að réttur til biðtímabóta falli niður.
Bætur þessar eru tekjuskattskyldar og skerða greiðslur frá Tryggingastofnun. Heimilt er að skrá gögn á skattskýrslu vegna beins kostnaðar vegna slyss sem er þá frádráttarbær frá tekjuskattsgreiðslu.