Tilkynna tjón vegna sjúkdóms eða heilsubrests

Tilkynna tjón vegna sjúkdóms eða heilsubrests

Örskýring á 30 sekúndum Tjónatilkynning

  • Fyrsta skrefið er að fylla út tjónatilkynningu og senda á [email protected]
    • Mikilvægt er að láta ítarleg afrit af öllum skýrslum lækna, sjúkrahúsi og eða öðrum meðferðastofnunum fylgja með
  • Tilkynning er síðan send til Allianz í Þýskalandi sem að metur bótarétt viðskiptavinar.
  • Sé bótaréttur samþykktur er viðskiptavinur upplýstur um það.
  • Í tryggingarskírteininu koma fram hvaða tryggingagreiðslur hefur verið samið um.

Tjónaferlið

Skref 1

Viðskiptavinur fyllir út tjónatilkynningu og sendir á [email protected]

Skref 2

Allianz í Þýskalandi fer yfir og samþykkir eða hafnar

Skref 3

Hafi tjónatilkynning verið samþykkt getur viðskiptavinur nú sótt um bætur í samstarfi við tjónafulltrúa Allianz á Íslandi

Skerðingar sem eru bættar

Tekjulífeyrir vegna skerts líkamlegs eða andlegs atgervis er greiddur ef skerðing umrædds atgervis og athafna
stendur að öllum líkindum samfleytt í að minnsta kosti 6-12 mánuði (fer eftir skilmála tryggingar). Þetta þarf sérfræðilæknir að staðfesta. . (sjá nánar í skilmálum).

Tilefni til bóta:
▪ Notkun fótleggja
▪ Beiting handleggs
▪ Beiting handar
▪ Krjúpa eða beygja sig niður
▪ Lyfta og bera
▪ Sitja
▪ Standa
▪ Grípa og halda
▪ Skrifa
▪ Akstur bifreiðar

Dæmi:
Brjósklos ásamt
langvarandi alvarlegri
hreyfilömun

Tekjulífeyrir vegna skerts líkamlegs eða andlegs atgervis er greiddur ef skerðing umrædds atgervis og athafna stendur að öllum líkindum samfleytt í að minnsta kosti 6-12 mánuði (fer eftir skilmála tryggingar). Þetta þarf sérfræðilæknir að staðfesta

Tilefni til bóta:
▪ Sjón
▪ Tal
▪ Heyrn
▪ Jafnvægi
▪ Vitsmunir/Minni

Dæmi:
Blinda

Tekjulífeyrir vegna daglegrar aðstoðar annars manns við að minnsta kosti 3 athafnir sem á eftir koma, einnig með því að nota tæknileg og læknisfræðileg hjálpartól:

  • Ferðast um herbergi
  • Farið á fætur og í háttinn
  • Klæðst og afklæðst
  • Matast og drukkið
  • Þvottur, greiðsla eða rakstur
  • Salernisferðir

Tilefni til bóta:
▪ Umönnunarþörf
▪ Lögboðin umönnun

Dæmi:
Alzheimer

Alvarlegur sjúkdómur hefur í för með sér að minnsta kosti tímabundið eða að hluta til tekjutap. Við samningsgerð er samið um greiðslu höfuðstóls sem nemur einföldum til tvöföldum ársbótum. Þær eru greiddar ef hinn tryggði verður fyrir einum neðangreindra sjúkdóma og lifir hann af í 28 sólarhringa. Sjúkdóminn þarf sérfræðilæknir að staðfesta.

Tilefni til bóta:
▪ Krabbamein
▪ Hjartaáfall
▪ Heilablóðfall/slag
▪ MS (heila- og mænusigg)
▪ Dá (Kóma)
▪ Þverlömun

Tilkynninga- og upplýsingaskylda

Í tryggingarsamningum er tilgreint hvaða tilkynninga- og upplýsingaskyldu þú hefur eftir tilkomu bótamáls.

Við bendum þér sérstaklega í stuttu máli á eftirfarandi atriði:

  • Skyldu til að veita upplýsingar til staðfestingar á bótamálinu eða umfangi greiðsluskyldu okkar, einkum upplýsingar sannleikanum samkvæmt í slysatilkynningunni sem þú sendir.
  • Rannsókn lækna í umboði okkar í því umfangi sem nauðsynlegt er til að staðfesta greiðsluskyldu okkar.
  • Leyfisveitingu til annarra tryggingafélaga og yfirvalda til að veita allar nauðsynlegar upplýsingar sem þarf til að kanna kröfurnar sem lagðar eru fram.
  • Ef brotið er gegn samningsbundnum skyldum að yfirlögðu ráði erum við ekki greiðsluskyld. Ef brotið er gegn þeim af vítaverðu gáleysi er hægt að skerða bætur eftir því hve sökin er mikil.
  • Greiðsluskylda er þó fyrir hendi einnig þegar um er að ræða brot af yfirlögðu ráði og vítavert gáleysi ef brotið gegn skyldunni hefur hvorki áhrif á staðfestingu bótamálsins né staðfestingu umfangs greiðsluskyldu okkar, nema ef brotið er gegn skyldunni í blekkingarskyni.

* Fer eftir gildandi skilmála tryggingarinnar