
Þegar fráfall ber að höndum þarf að hafa þarf samband við skrifstofu Allianz með því að senda póst á [email protected] eða hafa samband í s. 595-3300 og tilkynna fráfall.
Gefa upp nafn, síma og netfang tengiliðar.
Allianz á Íslandi mun annast gagnaöflun og sjá um samskipti við Allianz í Þýskalandi.
Ef óskað verður eftir viðbótarupplýsingum eða ítarlegri gögnum verður haft samband við tengilið.
Ferlið getur tekið nokkrar vikur og verður óskað eftir bankaupplýsingum þegar kemur að útgreiðslu.