Inneign er greidd til lögerfingja skv. lögum að frádreginni staðgreiðslu skatta skv. reglum erfðalaga þ.e. maki ½ (skv. hjúskaparlögum) og síðan er skipt 1/3 maki og 2/3 börn þ.e. maki 2/3 og börn 1/3.
Lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða nr. 129 23. desember 1997
II.kafli Lífeyrissparnaður 11. gr.
Deyi rétthafi áður en innstæða er að fullu greidd út fellur hún til erfingja hans og skiptist milli þeirra eftir reglum erfðalaga.
Láti rétthafi ekki eftir sig maka eða barn rennur innstæðan til dánarbúsins.
Hafa þarf samband við skrifstofu Allianz með því að senda póst á [email protected] eða hafa samband í s. 595-3300 og tilkynna andlát.
Allianz á Íslandi mun annast gagnaöflun og sjá um samskipti við Allianz í Þýskalandi. Ef óskað verður eftir viðbótarupplýsingum eða ítarlegri gögnum verður haft samband við tengilið dánarbúsins.
Ferlið getur tekið nokkrar vikur og verður óskað eftir afrit af skilríkjum lögerfingja og bankaupplýsingum þegar kemur að útgreiðslu.