Vertu með þér í liði Tilgreind séreign

Örskýring á 30 sekúndum Tilgreind séreign Allianz

  • Öllum íslenskum launþegum er skylt að greiða í lífeyrissjóð, stundum kallað samtryggingarsjóður.
  • Launþegi greiðir 4% af sínum launum og launagreiðandi greiðir mótframlag á móti.
  • Hluta þessa mótframlags er í flestum tilfellum hægt að greiða í tilgreinda séreign
  • Óski viðskiptavinur ekki eftir því að ráðstafa tilgreindri séreign sérstaklega inn á séreign fer upphæðin sjálfkrafa í samtryggingarsjóð viðkomandi lífeyrissjóðs
  • Ólíkt öðrum séreignasparnaði á Íslandi er tilgreind séreign hjá Allianz tryggð í evrum út samningstímann.
  • Sparnaðurinn er ekki aðfararhæfur, þ.e. ekki er hægt að ganga að sparnaðinum til dæmis við gjaldþrot.
  • Sparnaðurinn erfist að fullu
  • Tekjuskattur er greiddur við úttekt lífeyris.

Hvað er tilgreind séreign?

Öllum íslenskum launþegum er skylt að greiða í lífeyrissjóð, stundum kallað samtryggingarsjóður.

Launþegi greiðir hlutfall af sínum launum og launagreiðandi greiðir mótframlag á móti.

Þann 1. janúar 2023 tóku gildi breytingar á lögum um lífeyrissjóði sem varða tilgreinda séreign, breyting fól meðal annars í sér að lágmarksframlag launagreiðanda hækkaði.

Áður greiddi launþegi 4% af eigin launum og launagreiðandi 8%, framlag launagreiðanda hækkaði í skrefum um 3,5%, eða í heildina 11.5%. Heildarframlag í samtryggingarsjóð varð því 15,5%.

Tilgreind séreign (15,5%)

Á sama tíma var það bundið í lög að sjóðsfélagar gætu ráðstafað þessum auka 3,5% í tilgreinda séreign og gátu þá ráðstafað því til annars vörsluaðila, til dæmis Allianz.

Þitt er valið

Lykilupplýsingar.png

Ákveði sjóðsfélagi ekki að ráðstafa 3,5% í séreign, fara þau sjálfkrafa í samtrygginguna.

Tilgreind séreign er sérstök tegund séreignarsparnaðar sem eykur sveigjanleika við starfslok, en hægt er að byrja að taka út tilgreinda séreign við 62 ára aldur en ekki 60 ára eins og gildir um annan séreignarsparnað.

Tilgreind séreign Allianz er tryggingarsamningur þar sem viðbótariðgjaldi er ráðstafað til kaupa á lífeyristryggingu. Sparnaðurinn er tryggður í evrum út samningstímann. Þýska ríkið heldur uppi mjög virku eftirliti með störfum þarlendra tryggingafélaga og gilda strangar reglur um fjárfestingastefnu þeirra.

Viltu vita meira?

Panta ráðgjöf

Reiknaðu þína tilgreinda séreign

Áhrif þess að taka tilgreinda séreign út samtryggingu

Tilgreind

Ef hluta lífeyrisiðgjalds er ráðstafað í tilgreinda séreign þá minnka þau réttindi sem ávinnast með því að greiða fullt iðgjald í samtryggingarsjóð. Réttur til ævilangs ellilífeyris, örorku- og makalífeyris úr samtryggingu minnkar og er því mikilvægt að fara vel yfir kosti og galla með ráðgjafa svo hægt sé að taka upplýsta ákvörðun.

Tilgreind séreign Allianz Gott að vita

katie-rodriguez-ITH2ehTNpqs-unsplash (original).jpeg

Þín einkaeign

Innstæða í tilgreindri séreign er eign þess sem leggur fyrir og er erfanleg að fullu í samræmi við reglur erfðalaga.

brooke-cagle-WHWYBmtn3_0-unsplash (original).jpeg

Fjárfestingarstefna

Allianz fjárfestir að lágmarki 70-80% í öruggum fjárfestingum, s.s. skuldabréfum innan ESB, húsnsæðislánum og öðrum öruggum fjárfestingum.

david-marcu-8TJbrQGKFyU-unsplash.jpg

Skattar og gjöld

Skattafrestun er á inngreiddum iðgjöldum og sparnaðurinn ekki aðfararhæfur. Það þýðir að ekki er hægt að ganga að honum vegna fjárhagslegra skuldbindinga. Greiddur er tekjuskattur við útgreiðslu lífeyris.

AZ_Bache_Homeschooling_03_Digital (original).jpeg

Ekki aðfararhæf við gjaldþrot

Inneign í tilgreindri séreign er ekki aðfararhæf, kröfuhafar geta því ekki gengið að séreigninni við gjaldþrot.

oliver-schwendener-9lcWCCRXiKU-unsplash.jpg

Útgreiðsla

Ólíkt hefbundinni séreign þar sem hefja má lífeyristöku 60 ára, má hefja útgreiðslu 62 ára, sé ákveðið að hefja útgreiðslu þá er greiðslunni skipt í mánaðarlegar greiðslur sem greiðast til 67 ára. Ef upphaf lífeyristöku er við 67 ára aldur bjóðast viðskiptavinum Allianz fjölbreyttir útgreiðsluvalmöguleikar.

  • Ævilangur lífeyrir þ.e.a.s. mánaðarlegar lífeyrisgreiðslur
  • Eingreiðsla
  • Blönduð úttekt eingreiðslu og mánaðarlegra lífeyrisgreiðslna

Þjónusta Allianz á Íslandi

Þjónusta Allianz á Íslandi

Allianz rekur umboð á Íslandi, þar sem viðskiptavinir geta fengið upplýsingar og aðstoð sem þeir óska. Á mínum síðum má finna upplýsingar um samninga og stöðu.

Viltu vita meira?

Panta ráðgjöf

Fyrir hverja hentar þessi trygging? Í stuttu máli

Sparnaðartrygging hentar þeim sem vilja..

  • tryggða ávöxtun
  • vernd gegn sveiflum vegna markaðsáhrifa
  • vilja að hluti erfist sem annars færi í samtryggingu

Sparnaðartrygging hentar ekki þeim sem vilja..

  • geta tekið meiri áhættu á kostnað þess að tryggja sparnaðinn
  • meiri sveigjanleika í úttektum á samningstímanum

Munurinn á tryggingasamningum og fjárfestingarsjóðum

Skoða málið

Er eitthvað annað sem við getum aðstoðað þig með? Önnur þjónusta sem Allianz á Íslandi veitir

Lífeyrisviðauki Allianz

Lífeyrisviðauki

Hámarkaðu lífeyrisgreiðslurnar við starfslok

Skoða nánar

Með Lífeyrisviðauka Allianz má tryggja að þú haldir allt að 100% af ráðstöfunartekjum þínum við starfslok.

Af hverju að vera með Viðbótarlífeyri

Viðbótarlífeyrir Allianz

Viðbótarlífeyrir er valkvæð nauðsyn

Skoða nánar

Viðbótarlífeyrir Allianz tryggir hærri lífeyrisgreiðslu og brúar bilið á milli lágmarksframfærslu og hefðbundinna lífeyrisgreiðslna.

man being carried on sunbed by paramedicstaka

Slysatrygging

Jafnt heima og að heiman!

Skoða nánar

Slysin gera ekki boð á undan sér - en þú getur valið að tryggja þig fyrir því óvænta.

Algengar spurningar og svör Hvað vilt þú vita?

Viðskiptavinir Allianz hafa fjölbreytt val um útgreiðslu við lífeyristökuraldur (67 ára).

Þeir geta fengið:

A) Eingreiðslu
B) Ævilangan lífeyri. ( athugið að aðeins er hægt að fara í ævilangan lífeyri við samningslok )
C) Tekið hluta sem eingreiðslu og hluta sem ævilangan lífeyri.

Útgreiðslur úr tilgreindri séreign geta hafist við 62 ára aldur. Sé ákveðið að hefja útgreiðslu þá er inneigninni skipt í mánaðarlegar greiðslur sem greiðast til 67 ára.

Hægt er að stöðva samninginn tímabundið eða ótímabundið út samningstímann.

Allianz er skylt samkvæmt þýskum lögum að skila 90% af umframhagnaði aftur til viðskiptavina (þ.e. umfram þá ávöxtun sem áætluð var við upphafs samnings). Allianz hefur verið að skila 94-98% sem þýðir að Allianz gerir betur en lofað er. Viðskiptavinir Allianz njóta góðs af því, ekki eingöngu fyrirtækið.

Uppsagnarvirði eru inngreidd iðgjöld ásamt ávöxtun að frádregnum kostnaði við samning en kemur eingöngu til ef samningi er slitið fyrir samningslok.

Millifærslugjald er það gjald sem er greitt samkvæmt gjaldskrá Íslandsbanka fyrir hvert iðgjald sem er sent til Allianz í Þýskalandi. 1€ fyrir hverja færslu.

Gegn framvísun fullgilds örorkuvottorðs (ekki tímabundið) geta samningshafar sagt upp samningi og fengið uppsagnarvirði greitt út.

Ef inneign er lægri en viðmiðunarmörk (500.000 kr. vísitölutryggt frá 1996 skv. reglugerð nr. 698/1998 11.gr. – 1.338.025 kr. í maí 2019) greiðist inneignin út í eingreiðslu.

Ef inneignin er hærri greiðist hún með jöfnum árlegum greiðslum á sjö árum ef örorka er metin 50% eða hærri.

Hingað til hefur Allianz á Íslandi ekki getað tekið þátt í þessu úrræði þar sem séreignasparnaður hjá Allianz eru tryggingasamningar og það hefur verið áskorun að aðlaga úrræðið fyrir þessa tegund samninga.

Allianz á Íslandi og Allianz Lebensversicherung AG hafa unnið saman að lausn, sem varð til þess að viðskiptavinir Allianz geta nú nýtt séreignarsparnað til fyrstu kaupa og/eða til greiðslu inn á húsnæðislán í 10 ár.

Hægt er að lesa sér til um þetta hér

Inneign er greidd til lögerfingja skv. lögum að frádreginni staðgreiðslu skatta skv. reglum erfðalaga þ.e. maki ½ (skv. hjúskaparlögum) og síðan er skipt 1/3 maki og 2/3 börn þ.e. maki 2/3 og börn 1/3.

Lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða  nr. 129 23. desember 1997

II.kafli Lífeyrissparnaður 11. gr.

Deyi rétthafi áður en innstæða er að fullu greidd út fellur hún til erfingja hans og skiptist milli þeirra eftir reglum erfðalaga.

Láti rétthafi ekki eftir sig maka eða barn rennur innstæðan til dánarbúsins.



Hafa þarf samband við skrifstofu Allianz með því að senda póst á [email protected] eða hafa samband í s. 595-3300 og tilkynna andlát.

Allianz á Íslandi mun annast gagnaöflun og sjá um samskipti við Allianz í Þýskalandi. Ef óskað verður eftir viðbótarupplýsingum eða ítarlegri gögnum verður haft samband við tengilið dánarbúsins.

Ferlið getur tekið nokkrar vikur og verður óskað eftir afrit af skilríkjum lögerfingja og bankaupplýsingum þegar kemur að útgreiðslu.

Tilgreinda séreign má byrja að taka út fimm árum fyrir hefðbundinn lífeyristökualdur. Annan séreignarsparnað má taka út þegar sextugsaldri er náð.

Tilgreinda séreign er ekki unnt að nota til að safna skattfrjálst til húsnæðiskaupa eða til að greiða skattfrjálst niður húsnæðislán.

Við andlát sjóðfélaga rennur tilgreind séreign til eftilifandi maka og barna líkt og annar séreignarsparnaður.

Örorku- og makalífeyrir er lækkar ef 3,5% iðgjalda er ráðstafað í tilgreinda séreign.

Einstaklingar þurfa því að vega og meta kosti og galla þess að nýta tilgreinda séreign og þá sérstaklega:

  • þeir sem sjá ekki fram á að vera á vinnumarkaði til lífeyristökualdurs
  • þeir sem eru með börn á framfæri og mikla greiðslubyrði.

Hvorki er greiddur fjármagnstekjuskattur af ávöxtun né eignaskattur af inneign.

Greiddur er tekjuskattur af útgreiðslu og miðast skattþrep við heildartekjur þess árs sem greiðsla fer fram.

Inneign í tilgreindri séreign er ekki framtalsskyld á skattframtali og skerðir því hvorki vaxta- né barnabætur.

Greiðslur úr tilgreindri séreign skerða greiðslur frá Tryggingastofnun að sama skapi og greiðslur úr samtryggingasjóð myndu gera.

Þetta á bæði við útgreiðslu til rétthafa og lögerfingja.

Tilgreind séreign er ekki aðfararhæf og því er ekki hægt að ganga að henni við gjaldþrot.

Nei, launagreiðandi skilar 11,5% mótframlag til samtryggingasjóðs áfram. Sjóðfélagi þarf eingöngu að skila inn tilkynningu til síns samtryggingarsjóðs að ætlunin sé að nýta 3,5% í tilgreinda séreign og tilgreina Allianz sem vörsluaðila.