Öllum íslenskum launþegum er skylt að greiða í lífeyrissjóð, stundum kallað samtryggingarsjóður.
Launþegi greiðir hlutfall af sínum launum og launagreiðandi greiðir mótframlag á móti.
Þann 1. janúar 2023 tóku gildi breytingar á lögum um lífeyrissjóði sem varða tilgreinda séreign, breyting fól meðal annars í sér að lágmarksframlag launagreiðanda hækkaði.
Áður greiddi launþegi 4% af eigin launum og launagreiðandi 8%, framlag launagreiðanda hækkaði í skrefum um 3,5%, eða í heildina 11.5%. Heildarframlag í samtryggingarsjóð varð því 15,5%.