Sparnaðartrygging er tryggingasamningur þar sem viðskiptavinur og tryggingarfélag semja um, að ákveðin upphæð verði greidd á samningstímanum og að tryggingafélagið greiði að lágmarki út ákveðna upphæð við samningslok.
Séu markaðsaðstæður hagstæðar á samningstímanum hækkar tryggða lokagreiðslan, en hún getur aldrei lækkað. Með öðrum orðum, tryggingafélagið tryggir að þú fáir ákveðna lágmarksgreiðslu til baka og leyfir þér að njóta umframávöxtunar.
Fjárfestingarsjóður er sjóður sem viðskiptavinur kaupir hlut í og fylgir ávöxtun hans á fjárfestingartímabilinu. Útgreiðsla á sér stað þegar viðskipavinur selur hlut sinn og/eða samningi hans við sjóðinn lýkur. Hér er ekki um tryggingu að ræða og eign í sjóðnum fylgir markaðsveiflum, hvort sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar.