Lífeyrisviðauki Allianz er fyrir alla frá 18 ára aldri. Í upphafi samnings er valinn arftaki sem einfalt er að breyta á samningstímanum.
Möguleiki er á að:
- Greiða aukalega inn á sparnaðinn.
- Frysta greiðslur iðgjalda t.d. við atvinnumissi, fæðingarorlof, nám eða langvarandi veikindi.
- Tryggja afkomendum þínum fjármagn við andlát.
Í boði eru viðbætur eins og:
- Viðbótartrygging sem margfaldar bótafjárhæðina vegna andláts af völdum slyss.
Iðgjöld greiðast í evrum og inneign er tryggð í evrum út samningstímann.
Þegar samningi lýkur bjóðast fjölbreyttar úttektarleiðir inneignar, t.d. eingreiðsla eða mánaðarlegar greiðslur.
Þrátt fyrir að sparnaðurinn sé bundinn er möguleiki á að taka lán út á inneignina á samningstímanum, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.