Sveigjanlegt, þægilegt, öruggt Komfort­Dynamik

Örskýring á 30 sekúndum Ávöxtunarleiðin KomfortDynamik

KomfortDynamik er trygging sem býður upp á jafnvægi milli ávöxtunar og öryggis.

  • Tryggingunni má í raun skipta í tvo sjóði
    • Annars vegar almenna fjárfestingarsjóð Allianz, sem hefur mjög strangar reglur um val fjárfestinga.
    • Hins vegar KomfortDynamik sjóðurinn, en hann er með tækifærismiðaðri fjárfestingarstefnu.
  • Hlutfall þessara sjóða í heildareign tryggingar er breytilegt eftir:
    • stöðu á fjármálamörkuðum
    • vali á hlutfalli tryggðrar greiðslu við samningslok
    • samningslengd
    • hvar á líftíma samnings við erum stödd.
  • Viðskiptavinum sem velja KomfortDynamik stendur til boða að velja 60% eða 80% tryggðan höfuðstól við samningslok.
    • Því lægri trygging sem er valin, því meiri er fjárfest í KomfortDynamik sérsjóðnum.
  • Þar sem fjárfestingarstefnan er tækifærismiðaðri í sérsjóðnum reynist auðveldara að grípa tækifæri á mörkuðum.
  • Þegar virði tryggingarinnar nálgast ákveðin viðmið vegna hækkunar á mörkuðum, er umsamin tryggð eingreiðsla við samningslok hækkuð með því að flytja hluta fjárhæðar úr KomfortDynamik sérsjóðnum yfir í tryggða almenna sjóðinn.

Um ávöxtunarleiðina Öryggi, líka á kvikum mörkuðum

KD

KomfortDynamik er trygging sem býður upp á jafnvægi milli ávöxtunar og öryggis. Þetta er gert með því að blanda saman öruggum fjárfestingum í almenna fjárfestingarsjóði Allianz og tækifærismiðuðum fjárfestingarsjóði KomfortDynamik . Þegar tækifæri skapast á mörkuðum er hlutdeild í KomfortDynamik sjóðnum aukin og þú nýtur góðs af.

Þegar virði samningsins fer yfir ákveðin viðmiðunarmörk, er hluti höfuðstólsins fluttur úr KomfortDynamik sjóðnum yfir í almenna fjárfestingarsjóð Allianz. Þetta hækkar tryggða eingreiðslu við samningslok, eins og sýnt er á myndinni hér að neðan (1).

Á síðustu þremur árum samningstímans eru eignir í KomfortDynamik sjóðnum fluttar mánaðarlega yfir í almenna fjárfestingarsjóð Allianz. Þetta er gert til að tryggja sem hæsta tryggða lokagreiðslu við samningslok, eins og sýnt er á myndinni hér að neðan (2).

KomfortDynamik-Skyrimynd

Um tækifæri og áhættu

woman

Almennir efnhagslegir þættir hafa áhrif á fjármagnsmarkaði og því haft áhrif á þróun KomfortDynamik sjóðsins.

Fjárfestingasérfræðingar okkar dreifa áhættunni með því að færa fjármuni á milli almenna fjárfestingarsjóðs Allianz og KomfortDynamik sjóðsins eftir því sem tækifæri skapast á markaði. Það er mikilvægt að hafa í huga að áhætta getur fylgt tækifærum til ávöxtunar.

Sem dæmi er yfirleitt áhættusamara að kaupa verðbréf með það í huga að þau hækki en að fjárfesta í eignum sem gefa stöðugar fastar tekjur. Hættan við að tapa hluta fjárfestingar vegna óhagstæðra aðstæðna á hlutabréfamarkaði verður því alltaf meiri en við að fjárfesta í öruggari kostum. Þessi áhætta er minnkuð til muna með dreifðu safni eigna í KomfortDynamik sjóðnum, en áhætta er alltaf til staðar.

Hvernig sem staða fjármagnsmarkaða er þá tryggjum við alltaf , að lágmarki, tryggða höfuðstólinn sem um var samið.

Tryggður höfuðstóll

KD

Viðskiptavinir sem velja KomfortDynamik ávöxtunarleiðina geta valið á milli lágmarks tryggingar upp á annaðhvort 60% eða 80% af höfuðstól við samningslok. Þannig hefur hver og einn möguleika á að ákveða hversu mikla áhættu hann er tilbúinn að taka.

Þó ber að hafa í huga að þessi trygging gildir aðeins við upphaf samnings. Ef markaðir þróast hagstætt, hækkar tryggður höfuðstóll í takt við ávöxtunina, eins og sýnt er á myndinni hér að ofan í lið 1.

KomfortDynamik sérsjóðurinn

man

Sömu fjárfestingarsérfræðingar stjórna sérstaka Komfortdynamik fjárfestingarsjóðnum og almenna sjóðnum Allianz Lebensversicherungs-AG.
Fjárfestingarmarkmið KomfortDynamik sérsjóðsins er að skila aðlaðandi ávöxtun fyrir viðskiptavini með aukinni fjárfestingu í eignaflokkum eins og hlutabréfum og skuldabréfum á nýmörkuðum.

man

Fjárfestingarmarkmið KomfortDynamik sjóðsins

Markmið sjóðsins er að skapa aðlaðandi ávöxtun fyrir viðskiptavini. Þetta næst með aukinni áhættu gagnvart tækifærismiðuðum eignaflokkum eins og alþjóðlegum hlutabréfum og nýmarkaðsskuldabréfum, oft í staðbundinni mynt.

Í stuttu máli, miklir ávöxtunarmögulegar eru í hlutabréfum til lengri tíma lítið, en þeir eru eðli hlutabréfamarkaða er að þeir eru sveiflukenndir.

Mögulegar fjárfestingar Vörur þar sem þú getur valið KomfortDynamik ávöxtunarleiðina

woman_pushing_coin

Hægt er að velja KomdfortDynamik sem sparnaðarleið í öllum sparnaðartryggingu sem Allianz á Íslandi býður upp á. Hvort sem það er Viðbótarlífeyrir, Tilgreind séreign, Barnasparnaður, Lífeyrisviðauki eða Líftrygging með söfnun.