KomfortDynamik er trygging sem býður upp á jafnvægi milli ávöxtunar og öryggis.
- Tryggingunni má í raun skipta í tvo sjóði
- Annars vegar almenna fjárfestingarsjóð Allianz, sem hefur mjög strangar reglur um val fjárfestinga.
- Hins vegar KomfortDynamik sjóðurinn, en hann er með tækifærismiðaðri fjárfestingarstefnu.
- Hlutfall þessara sjóða í heildareign tryggingar er breytilegt eftir:
- stöðu á fjármálamörkuðum
- vali á hlutfalli tryggðrar greiðslu við samningslok
- samningslengd
- hvar á líftíma samnings við erum stödd.
- Viðskiptavinum sem velja KomfortDynamik stendur til boða að velja 60% eða 80% tryggðan höfuðstól við samningslok.
- Því lægri trygging sem er valin, því meiri er fjárfest í KomfortDynamik sérsjóðnum.
- Þar sem fjárfestingarstefnan er tækifærismiðaðri í sérsjóðnum reynist auðveldara að grípa tækifæri á mörkuðum.
- Þegar virði tryggingarinnar nálgast ákveðin viðmið vegna hækkunar á mörkuðum, er umsamin tryggð eingreiðsla við samningslok hækkuð með því að flytja hluta fjárhæðar úr KomfortDynamik sérsjóðnum yfir í tryggða almenna sjóðinn.