Útreikningur skiptist í tvennt, annarsvegar hvað leyfir Skatturinn þér að taka út miðað við þína umsókn og hvað er raunverulega laust til útgreiðslu inn á samningnum þínum.
Hvað er mögulega laust til útgreiðslu:
Útborgunarfjárhæð miðast við uppsagnarvirði samnings, en í hverjum mánuði er það reiknað út. Það eru inngreidd iðgjöld + vextir- kostnaður.
Hægt er að nálgast uppsagnarvirði fyrir þinn samning á Mínum síðum á allianz.is
Ekki er allt uppsagnarvirðið laust til útgreiðslu:
Hægt er að lágmarki að taka út 500 EUR og þarf að skilja eftir 520 EUR.
Hvað er hægt að fá greitt út:
Skoða þarf uppsagnarvirði samningsins og draga frá því 520 EUR, ef sú fjárhæð er lægri en inngreidd iðgjöld á umsóknartímabilinu, er það fjárhæðin sem þú getur tekið út.
Ef uppsagnarvirðið er hærri fjárhæð, þá eru inngreidd iðgjöld á umsóknartímabilinu hámarksfjárhæðin sem má taka út.
Inngreidd iðgjöld:
Tekið er saman hver inngreidd iðgjöld voru á tímabilinu sem sótt er um, þó að hámarki 500.000.- kr. á ári. Þá ertu kominn með hámarksupphæð sem Skatturinn leyfir.