Perspektive er rétta lausnin fyrir þig ef þú vilt byggja upp lífeyri með jöfnum hætti, þar sem stöðug verðmætaaukning með litlum sveiflum skiptir þig máli.
Einungis er fjárfest í gegnum almenna tryggingasjóð Allianz Lebensversicherungs-AG, í eins öruggum eignum og kostur er á. Sem dæmi fer aðeins mjög lítill hluti fjárfestinga í hlutabréf, en hægt er að skoða dreifingu fjárfestinganna betur hér.
Þannig ef þú vilt ganga að því sem vísu hver ævilífeyrinn þinn verður við samningslok og vilt sem minnstar sveiflur á samningstímanum þá er Perspektive góður kostur fyrir þig.