Vertu með þér og þínum í liði Líftrygging með söfnun

Örskýring á 30 sekúndum Líftrygging með söfnun

  • Líftrygging þjónar þeim tilgangi að tryggja fjárhagslegt öryggi eftirlifenda.
  • Lengd samningsins er háð aldri en lengst til 75 ára aldurs.
  • Menntun, starf og heilsufar hafa áhrif á iðgjald sem helst óbreytt út samningstímann. Iðgjald greiðist í evrum.
  • Hluti iðgjalds fer í sparnað í evrum sem fæst greiddur út í samningslok.
  • Þrátt fyrir að sparnaðurinn sé bundinn bjóðast lán út á inneign á samningstímanum, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
  • Mögulegt er að stilla trygginguna þannig að við lok samnings fáist iðgjöldin endurgreidd.
  • Í upphafi samnings velur tryggingataki arftaka eða lögerfingja.
  • Einfalt er að breyta um arftaka á samningstímanum.
  • Við samningslok bjóðast fjölbreyttar útborgunarleiðir inneignar, t.d. eingreiðsla eða mánaðarlegar greiðslur.

Af hverju að vera líftryggður með söfnun

father

Ef eitthvað válegt henti þig, myndi fjölskylda þín og aðstandendur ekki einungis missa kæran ástvin heldur er líklegt að fjárhagslegar skuldbindingar þínar muni falla á lögerfingja. Líftrygging með söfnun er ábyrgur kostur sem veitir eftirlifendum þínum fjárhagslegt öryggi. Líftrygging er nauðsynleg ungum fjölskyldum, fyrirvinnum, sambúðaraðilum, sjálfstætt starfandi og lánþegum.

Enginn ábyrgur framfærandi fjölskyldu ætti að vera án líftryggingar.

Líftrygging með söfnun Gott að vita

Man with dog on beach

Sparnaður

Hluti iðgjalds fer í sparnað í evrum sem fæst greiddur út í samningslok.

mother and daughter eating spaghetti

Dánarbætur vegna slyss

Ef valin er viðbótartrygging er hægt að margfalda bótafjárhæð vegna andláts af völdum slyss.

Þjónusta Allianz á Íslandi

Þjónusta Allianz á Íslandi

Allianz rekur umboð á Íslandi, þar sem viðskiptavinir geta fengið upplýsingar og aðstoð sem þeir óska.

Fyrir hverja hentar þessi trygging Í stuttu máli

Hentar þeim sem vilja..

hugsa til framtíðar og leggja fyrir

Hentar þeim sem vilja..

tryggðan sparnað í evrum

Hentar þeim sem vilja..

tryggja fjárhagslegt öryggi eftirlifenda

Viltu vita meira?

Panta ráðgjöf

Er eitthvað annað sem við getum aðstoðað þig með Önnur þjónusta sem Allianz á Íslandi veitir

man being carried on sunbed by paramedicstaka

Slysatrygging

Jafnt heima og að heiman!

Skoða nánar

Slysin gera ekki boð á undan sér - en þú getur valið að tryggja þig fyrir því óvænta.

Lífeyrisviðauki Allianz

Lífeyrisviðauki

Hámarkaðu lífeyrisgreiðslurnar við starfslok

Skoða nánar

Með Lífeyrisviðauka Allianz má tryggja að þú haldir allt að 100% af ráðstöfunartekjum þínum við starfslok.

Af hverju að vera með Viðbótarlífeyri

Viðbótarlífeyrir

Viðbótarlífeyrir er valkvæð nauðsyn

Skoða nánar

Viðbótarlífeyrir Allianz tryggir hærri lífeyrisgreiðslu og brúar bilið á milli lágmarksframfærslu og hefðbundinna lífeyrisgreiðslna

Algengar spurningar og svör Hvað vilt þú vita?

Nei, það geta ekki allir fengið líftryggingu. Allianz metur sérstaklega hvern viðskiptavin sem sækir um líftryggingu. Hafðu samband við ráðgjafa Allianz til að fá nánari upplýsingar.

Allianz selur tvær mismunandi tegundir líftrygginga: hefbundna líftryggingu (Risiko Leben) og líftryggingu með söfnun (Leben).

Allianz býður upp á óbreytt iðgjald út samningstímann.

Ef hinn tryggði fellur frá innan 3ja mánaða frá fæðingu/ættleiðingu barns eða innan 3ja mánaða frá upphafi byggingar eigin húsnæðis eða kaupa á fasteign til eigin nota er greidd aukagreiðsla, að fjárhæð 25.000€

Hægt er að fara fram á að umsamin líftryggingar-fjárhæð verði greidd út fyrirfram, komi til alvarlegs sjúkdóms á lokastigi.

Já, það er dýrara fyrir reykingarfólk að líftryggja sig en hægt er að breyta líftryggingunni í reyklausa ef viðkomandi hefur verið reyklaus í 12 mánuði eða lengur.

Viðskiptavinir ákveða hver fær dánarbæturnar þegar þeir gera samninginn. Hægt er breyta um aðila með því að hafa samband við Allianz.

Hægt er að breyta iðgjaldi á ýmsa vegu. Hafðu samband við Allianz til að fá nánari upplýsingar.

Líftrygging tekur gildi fyrsta dag þarnæsta mánaðar. Allianz býður upp á tímabundna tryggingarvernd fyrir fráfall ef það tengist ekki heilbrigðisástandi hins tryggða á þeim tíma þegar tímabundna tryggingaverndin tekur gildi. Upphæð tímabundnu tryggingaverndarinnar verður þó aldrei hærri en 15.000 evrur. Tímabundin tryggingarvernd tekur gildi þegar skrifstofa Allianz í Þýskalandi móttekur samninginn, og stendur þar til samningurinn tekur formlega gildi að því gefnu að Allianz geti tryggt viðkomandi.

Skuldfærslur færast ekki sjálfkrafa á milli kreditkorta og þarf því að tilkynna um nýtt kort til skrifstofu Allianz

Líftrygging með söfnun:
Hægt er að stöðva greiðslur tímabundið, engin tryggingavernd fyrir hendi á meðan. Ef iðgjaldagreiðslustopp varir lengur en í 6 mánuði þarf að fara í nýtt áhættumat.
Alltaf þarf að hafa samband við skrifstofu Allianz ef ákveðið er að stöðva greiðslur iðgjalda.

Líftrygging án söfnunar:
Hægt er að stöðva iðgjaldagreiðslur, en skilgreina þarf tímabilið fyrirfram. Engin tryggingavernd fyrir hendi á meðan iðgjöld eru ekki greidd.
Alltaf þarf að hafa samband við skrifstofu Allianz ef ákveðið er að stöðva greiðslur iðgjalda.

Hafa þarf samband við skrifstofu Allianz með því að senda póst á [email protected] eða hafa samband í s. 595-3300 og tilkynna andlát.

Allianz á Íslandi mun annast gagnaöflun og sjá um samskipti við Allianz í Þýskalandi. Ef óskað verður eftir viðbótarupplýsingum eða ítarlegri gögnum verður haft samband við rétthafa.

Ferlið getur tekið nokkrar vikur og verður óskað eftir bankaupplýsingum þegar kemur að útgreiðslu.

Ef tryggingin felur í sér sérstakar bætur vegna andláts af slysförum (sjá tryggingaskírteini) þarf að hafa þarf samband við skrifstofu Allianz með því að senda póst á [email protected] eða hafa samband í s. 595-3300 og tilkynna andlát.

Allianz á Íslandi mun sjá um samskipti við Allianz í Þýskalandi. Óskað verður eftir gögnum ef þörf krefur s.s lögregluskýrslu og/eða vottorði frá lækni þar sem dánarorsök er tilgreind.

Ferlið getur tekið nokkrar vikur og verður óskað eftir bankaupplýsingum þegar kemur að útgreiðslu.

Vextir, arður og önnur ávöxtun af lífeyristryggingum, söfnunartryggingum, einstaklinga hjá líftryggingafélögum skulu teljast til fjármagnstekna þegar slíkar tekjur koma til greiðslu. Fjármagnstekjuskatt ber að greiða í því landi sem maður á heimilisfesti, þar sem skattur af tekjum er greiddur. Viðskiptavinir Allianz búsettir á Íslandi greiða því skatta á Íslandi.

Gera skal grein fyrir vaxtatekjum og arði ásamt öðrum fjármagnstekjum á skattframtali. Allianz sendir Skattinum árlega upplýsingar um stöðu samninga. Þegar kemur að útgreiðslu þarf samningshafi að setja inn upplýsingar um fjármagnstekjur á skattframtalið sitt og verða upplýsingar vegna útfyllingu þess aðgengilegar á mínum síðum Allianz.

Hafi fjármagnstekjuskattur verið greiddur í Þýskalandi þá aðstoðar Allianz á Íslandi viðskiptavini sína við að fá fjármagnstekjuskattinn endurgreiddan.

Samkvæmt ákvæðum tvísköttunarsamnings á milli Íslands og Þýskalands gildir um vexti, sem myndast í aðildarríki og greiddir eru aðila heimilisföstum í hinu aðildarríkinu, að þeir skulu einungis skattlagðir í síðarnefnda ríkinu og er þess vegna hægt að sækja um að fá þennan skatt endurgreiddan frá Þýskalandi.

  • Fjármagnstekjuskattur í Þýskalandi: 25%
  • Fjármagnstekjuskattur á Íslandi: 22%
  • Frítekjumark á Íslandi 300.000.- kr.

Viðskiptavinur þarf að skrifa undir umboð sem er sent til skattayfirvalda í Þýskalandi og sér Allianz á Íslandi alfarið um ferlið.