Hafi fjármagnstekjuskattur verið greiddur í Þýskalandi þá aðstoðar Allianz á Íslandi viðskiptavini sína við að fá fjármagnstekjuskattinn endurgreiddan.
Samkvæmt ákvæðum tvísköttunarsamnings á milli Íslands og Þýskalands gildir um vexti, sem myndast í aðildarríki og greiddir eru aðila heimilisföstum í hinu aðildarríkinu, að þeir skulu einungis skattlagðir í síðarnefnda ríkinu og er þess vegna hægt að sækja um að fá þennan skatt endurgreiddan frá Þýskalandi.
- Fjármagnstekjuskattur í Þýskalandi: 25%
- Fjármagnstekjuskattur á Íslandi: 22%
- Frítekjumark á Íslandi 300.000.- kr.
Viðskiptavinur þarf að skrifa undir umboð sem er sent til skattayfirvalda í Þýskalandi og sér Allianz á Íslandi alfarið um ferlið.