Hvar sem er, hvenær sem er! Slysatrygging fyrir börn og unglinga

Örskýring á 30 sekúndum Slysatrygging fyrir börn og unglinga

Tryggingin nær yfir helstu útgjaldaliði ef varanlegt tjón hlýst af völdum slyss.

Möguleiki er á að fá tafarlausar bætur vegna örorku.

Tryggingin nær yfir kostnað sem verður til vegna slyss, meðal annars fyrir:

  • Lýtaaðgerðir
  • Kostnað tannviðgerða
  • Björgunarkostnað

Við erum jafn misjöfn og við erum mörg og þarfir okkar sömuleiðis. Tryggingartaki á kost að sérsníða trygginguna með margvíslegum viðbótum.

  • Örorkubætur
  • Viðbótarvernd
  • Bráðabætur
  • Ævilangur mánaðarlegur tekjulífeyrir
  • Sjúkrahúsdagpeningar
  • Dánarbætur
  • Bráðabætur

Slasist hinn tryggði fyrir 27 ára aldur og hljóti 50% öroku eða meira, tvöfaldast mánaðarlegur lífeyrir.

Ef viðskiptavinur er með fleiri en eina slysatryggingu í gildi hjá Allianz eru bætur greiddar út úr hverri fyrir sig.

Ef tryggingartaki t.d. foreldri eða umráðamaður barns, fellur frá yfirtekur Allianz greiðslu iðgjalda og barnið er tryggt til 18 ára aldurs. Einu skilyrðin eru að greiðandi sé ekki eldri en 75 ára þegar tryggingin er tekin og að samningurinn hafi verið í gildi í 12 mánuði.

Slysatrygging Allianz hentar börnum á öllum aldri. Iðgjald greiðist í evrum.

Af hverju að vera slysatryggður

boy

Slys geta því miður hent okkur öll. Enginn getur tryggt að börnin þeirra verði ekki fyrir slysi en með slysatryggingu Allianz má tryggja fjárhagslegt öryggi ef slysið veldur tjóni.

Með slysatryggingu Allianz er barnið þitt tryggt - hvar sem er, hvenær sem er.

Skyldutrygging barna gildir alla jafna í og við skóla, leikskóla, dagskóla, gæsluvelli og á sumarnámskeiðum sveitafélaga. Samkvæmt niðurstöðum embættis landlæknis verða hins vegar flest slys á börnum á heimilum og í frítíma.

Slysatrygging fyrir börn og unglinga nær yfir öll slys í hinu daglega lífi. Tryggingin gildir 24 tíma á sólarhring, alla daga ársins og hvar sem er í heiminum.

Slysatrygging fyri börn og unglinga Gott að vita

child with binoculars

Hvar sem er í heiminum

Slysatrygging tryggir bætur til tryggingaþega verði hann fyrir slysi, allan sólahringinn, hvar sem er í heiminum.

Two girls in nature

Örorkubætur

Ef slys hefur langtíma afleiðingar eru greiddar umsamdar bætur. Upphæð bóta ræðst af skerðingu á starfshæfni eða hlutfalli örorku.

Children with helmets

Tafarlausar bætur

Við alvarlega áverka að völdum slyss, t.d. blindu, greiðast 10% af umsamdri örorkuupphæð. Þó að hámarki 25.000€
Bætur sem eru greiddar dragast frá síðari greiðslu örorkubóta.

child with basketball

Björgunarkostnaður

Allianz greiðir björgunarkostnað allt að 50.000 evrum.

child on skateboard

Lýtaaðgerðir

Greiddur er kostnaður vegna lýta- eða fegrunaraðgerða ásamt tannviðgerðum og tannsmíði eftir slys sem nemur allt að 50.000 evrum.

Allianz Arena

Þjónusta Allianz á Íslandi

Allianz rekur umboð á Íslandi, þar sem viðskiptavinir geta fengið upplýsingar og aðstoð sem þeir óska.

Mögulegar viðbætur við tryggingu

Mögulegt er að sérsníða trygginguna með margvíslegum viðbótum.

Viðbótarvernd

Frá 50% örorkustigi greiðum við hæstu örorkubætur, það er að segja 5-faldar bætur úr umsaminni örorkuupphæð.

Bráðabætur

Bráðabætur eru greiddar einu sinni vegna hvers slyss ef hinn tryggði beinbrotnar eða ef vöðvi, sin, band eða liðpoki slitnar alveg við slysið.

Ævilangur mánaðarlegur tekjulífeyrir

Viðskiptavinir geta tekið viðbótartryggingu sem tryggir mánaðarlegan tekjulífeyri til æviloka ef örorka er metin 50% eða meiri.

Sjúkrahúsdagpeningar

Sjúkrahúsdagpeningar eru greiddir fyrir fyrsta til þriðja dags sem hinn slasaði liggur á sjúkrahúsi yfir nótt. Frá fjórða degi til allt að þremur árum frá slysi eru greiddir tvöfaldir sjúkrahúsdagpeningar.

Dánarbætur

Ef hinn tryggði slasast og fellur frá innan eins árs af völdum slyssins greiðir Allianz umsamdar dánarbætur.

Viltu vita meira?

Panta ráðgjöf

Er eitthvað annað sem við getum aðstoðað þig með Önnur þjónusta sem Allianz á Íslandi veitir

Child on playground

Barnasparnaður

Tryggðu afkomendum þínum fjárhagslegt forskot

Skoða nánar

Sparnaðurinn er forskot á langtímasparnað barnsins.

father mother daughter with stroller

Líftrygging með söfnun

Vertu með þér og þínum í liði

Skoða nánar

Líftrygging með söfnun er ábyrgur kostur sem veitir eftirlifendum þínum fjárhagslegt öryggi

Lífeyrisviðauki Allianz

Lífeyrisviðauki

Hámarkaðu lífeyrisgreiðslurnar við starfslok

Skoða nánar

Með Lífeyrisviðauka Allianz má tryggja að þú haldir allt að 100% af ráðstöfunartekjum þínum við starfslok.

Algengar spurningar og svör Hvað vilt þú vita?

Allianz tryggir börn á öllum aldri. Best er að hafa samband við ráðgjafa Allianz til að fá frekari upplýsingar um barnatryggingar Allianz.

Fáir vita að skyldutrygging barna gildir alla jafna í og við skóla, leikskóla, dagskóla, gæsluvelli og á sumarnámskeiðum sveitafélaga. Flest slys á börnum verða hins vegar á heimilum og í frítíma skv. embætti landlæknis. Slysatrygging Allianz nær yfir öll slys í hinu daglega lífi, þar með talið slys sem kunna að verða á tönnum barna. Tryggingin gildir 24 tíma á sólarhring, alla daga ársins og hvar sem er í heiminum.

Skuldfærslur færast ekki sjálfkrafa á milli kreditkorta og þarf því að tilkynna um nýtt kort til skrifstofu Allianz

Hver er skilgreiningin á slysi?

Það telst slys ef hinn tryggði bíður óviljandi heilsutjón vegna skyndilegs atburðar (slysatilvik) sem verkar á líkama hans utan frá. Frekari skilgreiningar eru í skilmálum.

Hægt er að stöðva greiðslur í allt að 24 mánuði – en á meðan greiðslur berast ekki er engin tryggingarvernd og samningstíminn framlengist sem þessu tímabili nemur. Önnur úrræði eru t.d að lækka iðgjald. Til að óska eftir lækkun á iðgjaldi þarf að hafa samband við skifstofu Allianz. Ef um er að ræða slysatryggingu með endurgreiddu iðgjaldi er ekki er hægt að hækka iðgjaldið aftur. Ef greiðslum er hætt á slysatryggingu með endurgreiddu iðgjaldi ávaxtast inneign til samningsloka án tryggingarverndar.

Ef tryggingin felur í sér sérstakar bætur vegna andláts af slysförum (sjá tryggingaskírteini) þarf að hafa þarf samband við skrifstofu Allianz með því að senda póst á [email protected] eða hafa samband í s. 595-3300 og tilkynna andlát.

Allianz á Íslandi mun sjá um samskipti við Allianz í Þýskalandi. Óskað verður eftir gögnum ef þörf krefur s.s lögregluskýrslu og/eða vottorði frá lækni þar sem dánarorsök er tilgreind.

Ferlið getur tekið nokkrar vikur og verður óskað eftir bankaupplýsingum þegar kemur að útgreiðslu.