Tryggingin nær yfir helstu útgjaldaliði ef varanlegt tjón hlýst af völdum slyss.
Möguleiki er á að fá tafarlausar bætur vegna örorku.
Tryggingin nær yfir kostnað sem verður til vegna slyss, meðal annars fyrir:
- Lýtaaðgerðir
- Kostnað tannviðgerða
- Björgunarkostnað
Við erum jafn misjöfn og við erum mörg og þarfir okkar sömuleiðis. Tryggingartaki á kost að sérsníða trygginguna með margvíslegum viðbótum.
- Örorkubætur
- Viðbótarvernd
- Bráðabætur
- Ævilangur mánaðarlegur tekjulífeyrir
- Sjúkrahúsdagpeningar
- Dánarbætur
- Bráðabætur
Slasist hinn tryggði fyrir 27 ára aldur og hljóti 50% öroku eða meira, tvöfaldast mánaðarlegur lífeyrir.
Ef viðskiptavinur er með fleiri en eina slysatryggingu í gildi hjá Allianz eru bætur greiddar út úr hverri fyrir sig.
Ef tryggingartaki t.d. foreldri eða umráðamaður barns, fellur frá yfirtekur Allianz greiðslu iðgjalda og barnið er tryggt til 18 ára aldurs. Einu skilyrðin eru að greiðandi sé ekki eldri en 75 ára þegar tryggingin er tekin og að samningurinn hafi verið í gildi í 12 mánuði.
Slysatrygging Allianz hentar börnum á öllum aldri. Iðgjald greiðist í evrum.