Tryggingin nær yfir helstu útgjaldaliði ef varanlegt tjón hlýst af völdum slyss.
Möguleiki er á að fá tafarlausar bætur vegna örorku.
Tryggingin nær yfir kostnað sem verður til vegna slyss, meðal annars fyrir:
- Lýtaaðgerðir
- Kostnað tannviðgerða
- Björgunarkostnað
Við erum jafn misjöfn og við erum mörg og þarfir okkar sömuleiðis. Tryggingartaki hefur kost á að sérsníða trygginguna með margvíslegum hætti.
- Upphæð örorkubóta
- Sérstakri viðbótarvernd
- Ævilangur mánaðarlegur tekjulífeyrir
- Sjúkrahúsdagpeningar
- Dánarbætur
- Bráðabætur
Ef viðskiptavinur er með fleiri en eina slysatryggingu í gildi hjá Allianz eru bætur greiddar út úr hverri fyrir sig.
Iðgjald greiðist í evrum og er háð starfi og aldri tryggingarþega.
Maki þinn er sjálfkrafa tryggður þremur mánuðum frá hjónavígslu og börn sömuleiðis frá fæðingu/ættleiðingu. Hægt er að óska eftir 9 mánaða kostnaðarlausri framlengingu hjá skrifstofu Allianz.