
Allianz er í hópi framúrskarandi fyrirtækja á lista Creditinfo fjórtánda árið í röð. Aðeins 2% þeirra fyrirtækja sem skráð eru í hlutafélagaskrá komust á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki árið 2024, og Allianz er eitt þeirra.
Fjárhags- og viðskiptaupplýsingafyrirtækið Creditinfo framkvæmir árlega ítarlega greiningu á fyrirtækjum skráðum á Íslandi og birtir lista yfir framúrskarandi fyrirtæki ársins. Einungis þau fyrirtæki sem uppfylla ströng skilyrði Creditinfo, með hliðsjón af þáttum sem tengjast rekstri og stöðu þeirra, komast á listann. Nánari upplýsingar um hvað gerir fyrirtæki framúrskarandi má finna á vefsíðu Creditinfo.