Það er hægt hjá Allianz eins og öðrum vörsluaðilum.
Þegar sótt hefur verið um að ráðstafa iðgjöldum inn á lán í gegnum vef RSK er samningurinn settur í bið hjá Allianz í Þýskalandi. Iðgjöld sem eru umfram heimild RSK eru geymd á biðreikningi í nafni samningshafa. Fjárhæðir umfram hámark ráðstöfunar skv. bráðabirgðaákvæðinu, ef um slíkar væri að ræða, safnast upp á þeim reikningi á tímabilinu meðan úrræðið er virkt og greiðast í síðasta lagi inn á tryggingarsamninginn í lok tímabilsins.
Skv. 9 gr. reglugerðar um samræmt verklag við ráðstöfun séreignarsparnaðar til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar „er vörsluaðila séreignarsparnaðar heimilt að taka gjald af rétthafa vegna kostnaðar við ráðstöfun iðgjalda rétthafa til lánveitanda eða við útgreiðslu húsnæðissparnaðar. Vörsluaðili skal draga gjald vegna kostnaðar frá iðgjaldi áður en því er skilað til lánveitanda eða frá útgreiðslu húsnæðissparnaðar.“ Hjá Allianz nemur þetta gjald 250 kr. af hverri millifærslu til að mæta útlögðum tækni- og bankakostnaði.
Svör við algengum spurningum má finna á vef Skattsins www.leidretting.is
Einnig er hægt að nýta úrræðið fyrstu kaup hjá skatturinn.is. Hægt er að lesa sér til um úrræðið hér
Mikilvægt er að tilkynna til skrifstofu Allianz ef þátttöku í úrræðinu er hætt og verður þá samningurinn endurvakinn í Þýskalandi.