Viðbótarlífeyrir er valkvæð nauðsyn Viðbótarlífeyrir Allianz

Örskýring á 30 sekúndum Viðbótarlífeyrir Allianz

  • Viðbótarlífeyrir Allianz er séreignarsparnaður, stundum kallaður viðbótarlífeyrissparnaður, þar sem launþegi leggur fyrir 4% eða 2% af launum sínum. Samkvæmt gildandi kjarasamningum greiðir atvinnurekandi 2% mótframlag, sem er í raun launahækkun sem hlýst um leið og þú byrjar að leggja fyrir.
  • Viðbótarlífeyrir Allianz er langtímasparnaðarleið fyrir alla launþega sem hafa náð 18 ára aldri.
  • Ólíkt öðrum viðbótarlífeyrissparnaði á Íslandi er Viðbótarlífeyrir Allianz tryggður í evrum út samningstímann.
  • Sparnaðurinn er ekki aðfararhæfur, þ.e. ekki er hægt að ganga að sparnaðinum til dæmis við gjaldþrot.
  • Tekjuskattur er greiddur við úttekt lífeyris.

Reiknaðu þinn Viðbótarlífeyri

Af hverju að vera með Viðbótarlífeyri

Af

Öllum íslenskum launþegum er skylt að greiða í lífeyrissjóð. Hinn skyldubundni lífeyrir er einungis hluti af meðallaunum ævinnar og geta því tekjurnar lækkað um allt að helming við starfslok.

Viðbótarlífeyrir Allianz tryggir hærri lífeyrisgreiðslu og brúar bilið á milli lágmarksframfærslu og hefðbundinna lífeyrisgreiðslna.

Viðbótarlífeyrir Allianz er tryggingasamningur um að viðbótariðgjaldi sé ráðstafað til kaupa á lífeyristryggingu. Ólíkt öðrum viðbótarlífeyri á Íslandi er sparnaðurinn tryggður í evrum út samningstímann. Þýska ríkið heldur uppi mjög virku eftirliti með störfum þarlendra tryggingafélaga og gilda strangar reglur um fjárfestingastefnu þeirra.

100% tekjur við starfslok

Viðbótarlífeyrir Allianz Gott að vita

Viðbótarlífeyrir Allianz er fyrir þá sem hugsa til framtíðar

Hugsað til framtíðar

Viðbótarlífeyrir Allianz er fyrir þá sem hugsa til framtíðar og vilja auka lífeyrisgreiðslur sínar við starfslok. Um er að ræða langtímasparnað fyrir fólk frá 18 ára aldri.

Fjárfestingarstefna Allianz

Fjárfestingarstefna

Að lágmarki fjárfestir Allianz 70-80% í öruggum fjárfestingum, s.s. skuldabréfum innan ESB, húsnsæðislánum og öðrum öruggum fjárfestingum.

Um skatta og gjöld

Skattar og gjöld

Skattafrestun er á inngreiddum iðgjöldum og er sparnaðurinn ekki aðfararhæfur. Það þýðir að ekki er hægt að ganga að honum vegna fjárhagslega skuldbindinga. Greiddur er tekjuskattur við útgreiðslu lífeyris.

Mótframlag launagreiðanda í séreignasparnað

Mótframlag

Viðbótarlífeyrir Allianz er séreignarsparnaður þar sem launþegi leggur fyrir mánaðarlega 2% til 4% af launum sínum. Atvinnurekandi greiðir mótframlag við sparnaðinn samkvæmt gildandi kjarasamningi hvers og eins. Algengasta mótframlag atvinnurekenda er 2% en er þó hærra samkvæmt sumum kjarasamningum.

Útgreiðslu valmöguleikar Viðbótarlífeyris

Útgreiðsla

Við samningslok er val við útgreiðslu fjölbreytt.

  • Ævilangur lífeyrir þ.e.a.s. mánaðarlegar lífeyrisgreiðslur
  • Eingreiðsla
  • Blönduð úttekt eingreiðslu og mánaðarlegra lífeyrisgreiðslna

Þjónusta Allianz á Íslandi

Þjónusta Allianz á Íslandi

Allianz rekur umboð á Íslandi, þar sem viðskiptavinir geta fengið upplýsingar og aðstoð sem þeir óska.

Sparnaðartrygging hentar þeim sem vilja..

  • tryggða ávöxtun
  • vernd gegn sveiflum vegna markaðsáhrifa
  • spara til lengri tíma

Sparnaðartrygging hentar ekki þeim sem vilja..

  • geta tekið meiri áhættu á kostnað þess að tryggja sparnaðinn
  • meiri sveigjanleika í úttektum á samningstímanum

Saman sjáum við lengra

Panta ráðgjöf

Ráðstöfun séreign­ar­sparnaðar við fyrstu kaup

woman_cheering_in_front_of_calculator

Þann 1. júlí 2017 tóku gildi lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð. Heimilt er að nýta séreignarsparnað skattfrjálst, annað hvort til fasteignakaupa og/eða til að greiða inn á húsnæðislán. Hægt er að nýta úrræðið í 10 ár. Úrræðinu er ætlað að styðja við þá sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign.

Munurinn á tryggingasamningum og fjárfestingarsjóðum

Skoða málið

Er eitthvað annað sem við getum aðstoðað þig með Önnur þjónusta sem Allianz á Íslandi veitir

Lífeyrisviðauki Allianz

Lífeyrisviðauki

Hámarkaðu lífeyrisgreiðslurnar við starfslok

Skoða nánar

Með Lífeyrisviðauka Allianz má tryggja að þú haldir allt að 100% af ráðstöfunartekjum þínum við starfslok.

Líftrygging hjá Allianz

Líftrygging

Á einhver allt sitt undir

Skoða nánar

Líftrygging er ein mikilvægasta trygging sem hver og einn ætti að hafa. Líftrygging þjónar þeim tilgangi að tryggja fjárhagslegt öryggi eftirlifenda. Enginn ábyrgur framfærandi fjölskyldu ætti að vera án líftryggingar.

Af hverju að vera með Viðbótarlífeyri

Tilgreind séreign

Vertu með þér í liði

Skoða nánar

Tilgreind séreign er tegund séreignarsparnaðar þar sem aðilar að kjarasamningum milli ASÍ og SA, geta ráðstafað allt að 3,5% af lífeyrisiðgjöldum sínum í tilgreinda séreign.

Algengar spurningar og svör Hvað vilt þú vita?

Hægt er að stöðva samninginn tímabundið eða ótímabundið út samningstímann.

Viðskiptavinir Allianz hafa fjölbreytt val um útgreiðslu. Þeir geta fengið:

A) Eingreiðslu
B) Ævilangan lífeyri. ( athugið að aðeins er hægt að fara í ævilangan lífeyri við samningslok )
C) Tekið hluta sem eingreiðslu og hluta sem ævilangan lífeyri.

Til að rétthafar gætu nýtt tímabundna heimild samkvæmt bráðabirgðaákvæði XVI við lög nr. 129/1997 til ráðstöfunar iðgjalds til lækkunar húsnæðisskulda án þess að það væri til tjóns fyrir viðkomandi (þ.e. viðkomandi þyrfti ekki að segja upp samningi) var samþykkt af Allianz Lebensversicherungs að tryggingarsamningar yrðu frystir eða læstir þar til úrræðinu líkur.

Til þess að viðskiptavinir gætu nýtt sér úrræðið þurfti því að breyta tímabundið um framkvæmd samninga þeirra sem sóttu um úrræðið (frá því sem kemur fram í skilmálum samningsins), þ.e. samningurinn var frystur og öll inngreidd iðgjöld rétthafa færð á sérstakan ISK biðreikning á nafni viðkomandi. Fjárhæðir umfram hámark ráðstöfunar skv. bráðabirgðaákvæðinu, ef um slíkar væri að ræða, safnast upp á þeim reikningi á tímabilinu meðan úrræðið er virkt og greiðast í síðasta lagi inn á tryggingarsamninginn í lok tímabilsins.

Allianz er skylt samkvæmt þýskum lögum að skila 90% af umframhagnaði aftur til viðskiptavina (þ.e. umfram þá ávöxtun sem áætluð var við upphafs samnings). Allianz hefur verið að skila 94-98% sem þýðir að Allianz gerir betur en lofað er. Viðskiptavinir Allianz njóta góðs af því, ekki eingöngu fyrirtækið.

Uppsagnarvirði eru inngreidd iðgjöld ásamt ávöxtun að frádregnum kostnaði við samning en kemur eingöngu til ef samningi er slitið fyrir samningslok.

Millifærslugjald er það gjald sem er greitt samkvæmt gjaldskrá Íslandsbanka fyrir hvert iðgjald sem er sent til Allianz í Þýskalandi. 1€ fyrir hverja færslu.

Erlendum ríkisborgurum innan og utan EES- svæðisins heimilt að sækja um útgreiðslu á inneign í Viðbótarlífeyri Allianz við flutning frá Íslandi. (4. mgr.19. gr. laga nr. 129/1997). Þetta á þó aðeins við ef slík endurgreiðsla er ekki óheimil samkvæmt milliríkjasamningi á milli Íslands og heimalands.
Leggja þarf fram afrit af vegabréfi og staðfestingu á flutningi úr landi frá Þjóðskrá. (Confirmation from Registers Iceland)

Samningshafar 60 ára og eldri geta tekið út fyrirframgreiðslu eða sagt upp samningi sínum og fengið endurkaupsvirði greitt út.

Verðir þú að hætta störfum vegna örorku af völdum slyss eða veikinda áttu rétt á að fá inneign þína greidda út, gegn framvísun staðfestingar frá TR, á minnst 7 árum eða á þeim tíma sem vantar upp á 60 ára aldur.

Sé innstæða undir ákveðnum viðmiðum, (500.000 kr. vísitölutryggt frá 1996 skv. reglugerð nr. 698/1998 11.gr. – 1.797.406.- kr. í júní 2024) greiðist inneignin út í eingreiðslu. Athugið að viðmiðið uppfærist mánaðarlega miðað við vísitölu neysluverðs.

Útgreiðsla á viðbótarlífeyrissparnaði hefur almennt ekki áhrif á útreikning lífeyrisgreiðslna (elli-, örorku-, slysa- og endurhæfingarlífeyris og tengdra greiðslna) frá Tryggingastofnun.

Útgreiðsla á viðbótarlífeyrissparnaði hefur aðeins áhrif á framfærsluuppbót sem endurhæfingar- og örorkulífeyrisþegar geta átt rétt á.

Þetta á bæði við útgreiðslu til rétthafa og lögerfingja.

Viðskiptavinir Allianz sem hafa hug á að nýta inngreidd iðgjöld inn á lán þurfa að sækja um á vef RSK www.leidretting.is.

Þegar sótt hefur verið um að ráðstafa iðgjöldum inn á lán í gegnum vef RSK er samningurinn settur í bið hjá Allianz í Þýskalandi. Iðgjöld sem eru umfram heimild RSK eru geymd á biðreikningi í nafni samningshafa.

Mikilvægt er að tilkynna til skrifstofu Allianz ef þátttöku í úrræðinu er hætt og verður þá samningurinn endurvakinn í Þýskalandi.

Hingað til hefur Allianz á Íslandi ekki getað tekið þátt í þessu úrræði þar sem séreignasparnaður hjá Allianz eru tryggingasamningar og það hefur verið áskorun að aðlaga úrræðið fyrir þessa tegund samninga.

Allianz á Íslandi og Allianz Lebensversicherung AG hafa unnið saman að lausn, sem varð til þess að viðskiptavinir Allianz geta nú nýtt séreignarsparnað til fyrstu kaupa og/eða til greiðslu inn á húsnæðislán í 10 ár.

Hægt er að lesa sér til um þetta hér

Það er hægt hjá Allianz eins og öðrum vörsluaðilum.

Þegar sótt hefur verið um að ráðstafa iðgjöldum inn á lán í gegnum vef RSK er samningurinn settur í bið hjá Allianz í Þýskalandi. Iðgjöld sem eru umfram heimild RSK eru geymd á biðreikningi í nafni samningshafa. Fjárhæðir umfram hámark ráðstöfunar skv. bráðabirgðaákvæðinu, ef um slíkar væri að ræða, safnast upp á þeim reikningi á tímabilinu meðan úrræðið er virkt og greiðast í síðasta lagi inn á tryggingarsamninginn í lok tímabilsins.

Skv. 9 gr. reglugerðar um samræmt verklag við ráðstöfun séreignarsparnaðar til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar „er vörsluaðila séreignarsparnaðar heimilt að taka gjald af rétthafa vegna kostnaðar við ráðstöfun iðgjalda rétthafa til lánveitanda eða við útgreiðslu húsnæðissparnaðar. Vörsluaðili skal draga gjald vegna kostnaðar frá iðgjaldi áður en því er skilað til lánveitanda eða frá útgreiðslu húsnæðis­sparnaðar.“ Hjá Allianz nemur þetta gjald 250 kr. af hverri millifærslu til að mæta útlögðum tækni- og bankakostnaði.

Svör við algengum spurningum má finna á vef Skattsins www.leidretting.is

Einnig er hægt að nýta úrræðið fyrstu kaup hjá skatturinn.is. Hægt er að lesa sér til um úrræðið hér

Mikilvægt er að tilkynna til skrifstofu Allianz ef þátttöku í úrræðinu er hætt og verður þá samningurinn endurvakinn í Þýskalandi.

Samning um Viðbótarlífeyri er hægt að framlengja í allt að 5 ár.

Er það gert í gegnum skrifstofu Allianz, [email protected] eða í síma 595 3300

Allianz á Íslandi hefur samband við þig 3-4 mánuðum fyrir samningslok og fer yfir það sem í boði er:

  • Viltu framlengja samning í 1-5 ár
  • Viltu hefja útgreiðslu með eingreiðslu eða mánaðarlegum lífeyri

Hafa þarf samband við skrifstofu Allianz með því að senda póst á [email protected] eða hafa samband í s. 595-3300 og tilkynna andlát.

Allianz á Íslandi mun annast gagnaöflun og sjá um samskipti við Allianz í Þýskalandi. Ef óskað verður eftir viðbótarupplýsingum eða ítarlegri gögnum verður haft samband við rétthafa.

Ferlið getur tekið nokkrar vikur og verður óskað eftir bankaupplýsingum þegar kemur að útgreiðslu.